Ferming og fitubrennsla

Nú gat ég bara ekki verið löt lengur að skrifa hérna!! Sko mín fór bara í búð í Smáralindinni að ná í buxur úr styttingu.  Allt í góðu með það.  Þar sem ég labba að kassanum sé ég útundan mér eitthvað voða fallegt bleikt sem benti til að ætti að vera fermingjagjafir fyrir stúlku.  Ok ég næ í buxurnar ofsalega glöð og trítla svo að þessu bleika.  Þetta voru fitumælar, gönguteljarar, orkuteygjubönd eða eitthvað svoleiðis og ég veit ekki hvað og hvað!!! Ég meina er þetta ekki einum of, kallar þetta bara ekki á einhverja vitleysu ef maður er farinn að láta fermingabörn pæla í fituprósentunni í sér og fyrir utan það að þau fáu börn sem þjást af offitu þau vita alveg af því (og eru ekki að leika sér að því)að fituprósentan er ekki á réttum stað hjá þeim.  Veit ekki með ykkur en mér blöskrar.

Annars er það markverða að frétta að litla örverpið mitt er að missa tennur! Já, tvær tennur dottnar niðri :)

Ó mæ godd, verð að segja ykkur voðalega trist sögu af mér: Sko ég var búin að tjá mig um að vera kölluð amma þegar ég sótti bróðurson minn, að ég væri kona á þessum aldri og þyrfti að pæla í beinþéttni, nú hefur bæst við GLÁKUSKOÐUN!! Já kæru landsmenn ég fór til augnlæknis því mér fannst ég eitthvað sjá verr og varð á að segja um leið og ég sá augnlækninn að mér þætti ég eitthvað svo gömul í augunum.  "Yfirleitt glákuskoða ég fólk eftir fertugt en fyrst þú ert hérna....." jájá, ég bara í kúk og kanil yfir hvað ég sé orðin ellileg.  Síðan hitti ég mína yndislegu mágkonu sem verður ekki á jólakortalistanum í ár því hún horfir á mig með þessi saklausu dádýrsaugum og spyr:"Voru komnar pappírsbleiur þegar þú áttir fyrst?" Ég horfði á hana, reyndi að fela drápseðlið, og sagði rólega en kalt: Já og það var líka búið að finna upp hjólið... smá þögn svo rak hún upp hlátur þegar hún uppgötvaði hvernig þetta kom út, ég hló ekki.

Kannski er það líka merki um að aldurinn færist yfir þegar maður hættir að telja í mánuðum og árum sambandsárin sín og telur í tugum!!

Hafið góðar stundir og ánægð í eigin skinni

hm


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband