aahhhh.........búin að skúra

Já halló!! Mín búin að vera frekar steikt undanfarnar vikur og ekki haft staf til að segja.

Reyndar er það þannig þegar ég er í "botnvörpu" dalnum þá er ég langt niðri, skef botninn og skil sjálfa mig eftir í sárum og er alveg geld í skrifum mínum.

 Það er alveg ömurlegt að vera með þunglyndi, það er svo rohosalega leeeiiðinlegt.  Tala ekki um ef maður skreytir það svo með ofsakvíða Wink þá erum við sko í feitum málum.  Þunglyndið er svo leiðinlegt að það hefur þynnst ansi í vinahópnum.  Maður er sjálfur svo stútfullur af fordómum gagnvart sjálfum sér að fordómar "vina" er eiginlega bara piss.  LoL

En ég ætlaði nú ekki að eyða þessari færslu í eitthvert væl því viti menn, ég skúraði!! Þegar ég er í "botnvörpunni" þá hef ég ekki orku í neitt - það er svo skrýtið, ég hélt aldrei að andlegt mein gæti gert mann rúmliggjandi en það gerist.  Maður er gjörsamlega 300 tonn að þyngd (OMG ég er aftur farin að blaðra)

Ok - hmmmmm hvað á ég að skrifa um.  Pabbi búinn að koma sér ágætlega fyrir, er orðinn Reygíggingur. JA vill endilega láta hann kaupa sér rafmagnshjólastól og ég sé hann fyrir mér með Miami Vice sólgleraugu á ofsahraða í Hátúninu og grýlukerti í andlitinu.Cool

Yngri sonur okkar, 5 ára, var að horfa á mannvitsbrekkuna Johnny Bravo að dansa.  "Mamma, þegar ég verð orðinn pabbi þá ætla ég að dansa svona" og svo tók hann nokkur spor eins og teiknifígúran.  Nú, hvað ætlarðu að eiga mörg börn? Hmmmmm, baraaaa 6.  Vá sex stykki og hvað eiga þau að heita?  Fura, Kormákur, Helena og Róbert (bara fjórir puttar komnir upp) Æ ég ætla bara að eiga fjögur.  Og hvernig komast börnin út úr mömmunum?  Hann uppveðraðist allur, reif upp um sig og sagði: " Sko, sjúkralæknirinn RÍFUR magann á mömmunni og tekur barnið út!" Og svo var þetta ekki rætt meir.

Jæja, lasagnað er að vera tilbúið.  Verið í stuði með guði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband