28.6.2007 | 21:49
ertu amma hans eða mamma?
Jæja nú er málið að flikka aðeins upp á sig. Ég fór galvösk að sækja bróðurson minn vopnuð 2/3 af börnum mínum svo frændi minn mundi nú örugglega ekki mótmæla því aftur að koma heim með mér en nei minn tók sig til og gjörsamlega háháhágrét og velti sér í moldinni og orgaði nei nei ég vil mömmu! Ég reyndi að lokka hann með því að bjóða honum að heimsækja langömmu sem er 99 ára, tárin hættu að renna í 3 sekúndur en svo sá hann að hann mundi ekkert græða á því að heilsa upp á gömlu svo hann byrjaði bara aftur að gráta. Svo þegar ég var að fara með bílstólinn hans út í bíl, gengur að mér "stór strákur" og spyr mig hvern ertu að sækja? ég svara því. Núú, ertu amma hans eða mamma? (Í annað sinn sem ég er spurð hvort ég sé amma drengsins!!Í fyrra skiptið á fæðingardeildinni!!) Nei bara frænka sagði ég hundfúl við barnið.
Í gær tók ég eftir kúlu á enni yngsta gimsteinsins míns og spurði hvað hefði gerst. MJJ: Æ bara hún Andrea hún sparkaði í mig... Ha! hváði ég af hverju? Æ bara en veistu mamma ég og Hlynur við ELSKUM Andreu! Nú er hún sæt. Jahá :) og svo brosti hann undurblítt.
Ég er heimavinnandi þessa dagana og yngri sonur minn hefur mikinn áhuga á þessu: Ertu ekki að vinna mamma? Nei. Ertu í fríi? Já eiginlega. Ertu alltaf í fríi? Já. Snéri sér að KÓ: Mamma mín er ALLTAF í fríi.
Ok bóndinn kominn heim, hafið það gott
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.