17.6.2007 | 17:49
gjörsamlega tóm
Halló öll! Eftir mikið suð, tuð og ábendingar ákvað ég að opna bloggsíðu. En viti menn, ég varð gjörsamlega tóm! Mér fannst ég ekkert hafa að segja, fannst ekkert sniðugt sem ég hafði að segja eða gáfulegt. Verður að vera gáfulegt hugsaði ég og horfði síðan á loftviftuna fara hring eftir hring og lokaði svo tölvunni. Nú sit ég sem sagt hér og hef ákveðið að þetta verður ekki eitt af þessum gáfumannabloggum; heldur bara um hitt og þetta og aðallega mig :) og bíð eftir þætti í sjónvarpinu sem er óótrúlega fyndinn, TOP GEAR. Ég tók nefnilega vélfræðslu í 9.bekk sem valfag (held ég hafi nú bara náð fyrir miskunn M.Sig)því finnst mér ég afskaplega flott þegar ég skellihlæ (maður flissar ekki yfir bílaþáttum)með félögum mínum í Top Gear.
Ég get svo ..................... mér dettur bara ekkert í hug, er reyndar með smá áhyggjur hvort ég þurfi að beila bróður minn út á Ak. en hann var þar um helgina en hann er nú svo pollrólegur þannig að ég held ekki, en ágætt að velta þessum möguleika fyrir sér.
Jæja ég verð bara að skrifa eitthvað seinna. Hafið það rosalega gott elskurnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.