spænt í hringi

Sæl!  Örverpið mitt hefur verið með magakveisu núna í tæpa viku og tvisvar kastað upp.  Í fyrra skiptið vöknuðum við lætin en ég vissi nákvæmlega hvar fatan var og hún var notuð.  Nokkrum dögum seinna var hann enn að kvarta um í maganum svo ég hafði varann á mér, en láðist að hafa fötuna tilbúna. 

Ég sit róleg inni í stofu þegar ég heyri skrýtið hljóð koma frá honum, ég stekk eins og hind inn í herbergi og sé minn vera að byrja ballið.  Ég snarsný mér á punktinum á 2 tám og rýk af stað inn í þvottahús!!  Engin fata, engin fata, ENGIN FATA!!!! Hvar er helv..... fatan, þetta tók ca 6 sek og ég vissi að á þessum 6 sekúndum væri rúmið mitt orðinn einn ælupollur með lítinn gutta í miðjunni.  Ég nánast flýg inn í eldhús og leita að skál en hafði í einhverri tiltektarvímu breytt staðsetningu skálarinnar og á meðan ég rifjaði upp hvar ég hafði sett hana blótaði ég breytingaræði mínu.  Fann skálina og ca 10 sek frá því ég lagði af stað í þetta ferðalag og kem inn þá er minn bara ælandi hægri vinstri í allar áttir svo ég skutlaði mér (næstum því) yfir rúmið og stóð síðan með poppskálina undir gusunum og breytti um stefnu eftir því hvert hann snéri sér, svo var hann alveg búinn og skellti sér niður og ældi einu sinni enn!! Eftir stóð ég, skjálfandi af áreynslu, með ælu í rúminu, á drengnum, á gólfinu, bókahillunni, náttborðinu og svo auðvitað skálinni, alveg brjáluð í Jón fyrir að vera sofandi inni í stofu en á meðan á gusunum stóð kallaði ég nafnið hans margsinnis, með hækkandi tónstyrk og föðurnafni bætt við kröftuglega. Greyið kom svefndrukkinn inn í rafmagnað og útælt andrúmsloft og hófst strax handa við að henda púðum og taka sængurföt af :)

Jæja vona að ykkur sé ekki bumbult af þessari ljúfu færslu Wink

Eigið góðar stundir


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mmmmmm

Vona að örverpið jafni sig fljótt... og sömuleiðis Jón með föðurnafnið

Jóna Á. Gísladóttir, 27.4.2008 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband